Frábær staðsetning miðsvæðis í borginni
Á Orkureitnum við Suðurlandsbraut rís ný 436 íbúða byggð. Nýja hverfið er á einstökum og eftirsóttum stað rétt við Laugardalinn með öllum sínum útivistar-, íþrótta- og afþreyingarmöguleikum. Orkureiturinn er jafnframt í miðpunkti fjölbreyttrar verslunar og þjónustu og væntanleg Borgarlína mun fara þar framhjá.

Fallegt umhverfi og vandaðar byggingar
Á Orkureitnum rísa fallega hönnuð hús en þar verður einnig sérstaklega vandað til verka í allri framkvæmd. Það gildir meðal annars um val á byggingarefnum og þá verður ýmsum nýstárlegum lausnum beitt sem er ætlað að bæta daglegt líf og vellíðan íbúa.
Fallegir inngarðar að evrópskri fyrirmynd munu svo flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs og jákvæðrar orku.
1 hverfi – 4 áfangar
Á Orkureitnum verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Hús A og D eru komin í sölu en tveir aðrir áfangar munu svo bætast við á næstu árum. Samtals verða 436 íbúðir byggðar á reitnum en í húsi A eru 68 íbúðir og 133 íbúðir í húsi D – íbúðir af ýmsum stærðum sem henta bæði einstaklingum og fjölskyldum. Stórt bílastæðahús verður tengt öllum byggingunum neðanjarðar.
Þá er gert ráð fyrir 4600 m2 atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna með fjölbreyttum verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús.
Hin tímalausa bygging Orkuhússins mun standa áfram í miðpunkti reitsins.

Gæði í framkvæmd
Orkureiturinn á að vera góður staður að búa á. Áhersla er lögð á að íbúðir séu bjartar með góðum loftgæðum og vönduðum og umhverfisprófuðum byggingarefnum auk þess að lóðin sé falleg og þjónusti íbúana vel.
SAFÍR byggingar annast framkvæmdina á Orkureitnum, sem er fyrsti íbúðareitur á Íslandi sem hlýtur alþjóðlegu umhverfisvottunina BREEAM Excellent. Þá er einnig unnið með það að markmiði að íbúðirnar á Orkureitnum verði Svansvottaðar.
Fyrstu íbúðir í áfanga A voru afhentar haustið 2024. Áformað er að afhenda íbúðir í áfanga D haustið 2025, í B áfanga haustið 2026 og lokaáfangi verkefnisins, áfangi C, verður svo afhentur haustið 2027.


Sagan
Það sem við köllum í daglegu tali Orkureitinn er stór lóð vestan Grensásvegar sem markast af Suðurlandsbraut að norðan og Ármúla að sunnan. Rafmagnsveita Reykjavíkur byggði höfuðstöðvar sínar á lóðinni á áttunda áratug síðustu aldar en eftir að Rafmagnsveitan og Hitaveitan sameinuðust í Orkuveituna og fluttu upp á Höfða hefur aðalbyggingin verið kölluð Orkuhúsið og margvísleg starfsemi verið á lóðinni. Í húsinu verður áfram atvinnustarfsemi, en hinn sögulegi reitur umhverfis húsið gengur í endurnýjun lífdaga.
Skoða mig um
Hér geturðu skoðað þig um á Orkureitnum í 360° götusýn, frá fjórum mismunandi sjónarhornum.